Nú hafa kröfur vegna félagsgjalda verið sendar út á félagsmenn. Einnig er hægt að greiða félagsgjaldið beint og má fá allar upplýsingar hér. Gjaldið er óbreytt frá fyrra ári eða 2.500 kr. Því fylgir frímiði á allar sýningar félagsins. Þá má einnig nefna að félagar fá helmingsafslátt á sýningar flestra áhugaleikfélaga á suðvesturhorni landsins auk ýmissa tilboða á aðra leiklistarviðburði.