Svarti kassinn

Fös
28
apr

Staður: Leikhúsið

www.kopleik.is

Miðaverð: 2900 kr.

Svarti kassinn er nýtt frumsamið leikverk í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.

Hvað er svarti kassinn? Er svarti kassinn Pandórubox? Er hann leikhús? Er hann lífið sjálft?
Réttu barni kassa og það reynir að opna hann. Réttu því fleiri kassa og barnið byggir turn. Forvitnin, þekkingarþráin og sköpunarþörfin er inngróin og við viljum rannsaka, uppgötva, eiga og nota það sem við finnum. Manneskjunni virðist skapað að skapa til góðs eða ills.
Við stöndumst ekki freistinguna að opna. Gægjumst saman ofan í svarta kassann og sjáum hvað kemur upp úr honum; eitthvað mannlegt, skrýtið, skemmtilegt, hræðilegt, sorglegt, eitthvað fyndið. Þessi svarti kassi er bara of spennandi til að láta hann í friði. 

Sýnt er í Leikhúsinu Funalind 2 og sýningar hefjast kl. 20.00. Fyrirspurnir er hægt að senda á midasala@kopleik.is.

Það eru 2 sæti laus.

Aftur í sýningalista

0 Slökkt á athugasemdum við Svarti kassinn 517 24 apríl, 2017 Miðasala-viðburðir apríl 24, 2017

Stiklur úr sýningum