Leikfélagið frumsýnir föstudaginn 11. mars, sprenghlægilegan gamanleik sem ber yfirskriftina Bót og betrun – fimm hurða farsi úr félagslega kerfinu. Verkið er eftir Michael Cooney, son farsameistarans Ray Cooney sem er íslenskum leikhúsgestum er að góðu kunnur, m.a. fyrir verkið Nei, ráðherra sem sýnt er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir.
Bót og betrun segir frá bótasvindlaranum Eric Swan sem grípur til svika þegar hann missir vinnuna. Svindlið fer hins vegar úr böndunum og Eric kemst að því að það er stundum einfaldara að komast á bætur en af þegar boltinn er einu sinni farinn að rúlla. Að endingu er hann rígfastur í eigin lygavef, fulltrúar Félagsstofnunar sækja að honum úr öllum áttum og eiginkonan er full grunsemda. Til að höggva á hnútinn þarf Eric að losa sig við upplogna bótaþega sína en vandinn vex bara með hverri viðleitni hans til að snúa við blaðinu.

Lesa nánar: Fimmhurðafarsinn Bót og betrun frumsýndur