Einar ráðherra þarf að bregðast við slæmri niðurstöðu í skoðanakönnunum og hvað gerir sjóaður pólitíkus þá? Jú, hann hrindir auðvitað í framkvæmd svo stórhuga verkefni að allt annað verður eins og hjóm í samanburðinum.
Fjallið er nýtt íslenskt leikverk sem var frumsýnt um liðna helgi. Verkið er eftir Örn Alexandersson sem jafnframt leikstýrir. Næsta sýning er mið. 26. feb. kl. 20.00. Miðapantanir eru hér. Félagsmenn eiga sem endranær frímiða á sýningu.

Við sem lifum venjulegu lífi þekkjum ekki hvað það er að vera stöðugt metin í skoðanakönnunum. Stjórnmálamenn eru stöðugt undir smásjá og metnir í skoðanakönnunum og þurfa að taka mið af niðurstöðum. Stíga niður eða stíga fram. Þegar persónan „Einar ráðherra“ fær afleita niðurstöður úr slíkri könnun rétt fyrir kosningar, er aðeins um eitt að ræða. Að koma með krassandi hugmynd, svo magnaða, að allir kjósendur kikna í hnjánum og kjósa hann aftur. Sumir lofa öllu fögru en aðrir eru menn framkvæmda og láta verkin tala.

Persónur og leikendur:
Einar ráðherra – Arnfinnur Daníelsson
Erla kona ráðherra – Guðný Hrönn Sigmundsdóttir
Ásta ritari ráðherra – Sigga Björk
Jón aðstoðarmaður ráðherra – Stefán Bjarnarson
Örlygur náttúrverndarsinni – Þórarinn Heiðar Harðarson
Sigurður sveitarstjóri – Sigurður Kristinn Sigurðsson
Bára verktaki – Halldóra Harðardóttir
Fjölmiðlakona – Valgerður Rannveig Valgarðsdóttir
Útvarpsfréttamaður – Ellen Dögg Sigurjónsdóttir
Veislugestir: Birgitta Hreiðarsdóttir, Ellen Dögg Sigurjónsdóttir, Guðný Sigurðardóttir og Ólöf P. Úlfarsdóttir

Leikstjórn: Örn Alexandersson og Sigrún Tryggvadóttir
Útlitshönnun: María Björt Ármannsdóttir
Ljósahönnun: Skúli Rúnar Hilmarsson og Fjölnir Gíslason
Hljóðhönnun: Hörður Sigurðarson
Sýningarstjóri: Ellen Dögg Sigurjónsdóttir
Sviðsstjóri: Guðný Sigurðardóttir
Hljóð- og ljósamaður: Valdimar Júlíusson

Sviðsmenn:
Ellen Dögg Sigurjónsdóttir
Birgitta Hreiðarsdóttir
Ólöf P. Úlfarsdóttir
Guðný Sigurðardóttir

Aðstoð við leikmynd og búninga:
Dýrleif Jónsdóttir, Fjölnir Gíslason, Sara Rós Guðmundsdóttir
Sérstakar þakkir:
KPMG
Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar
Arnbjörg Arnardóttir
Ragnhildur Þórhallsdóttir