Við sem lifum venjulegu lífi þekkjum ekki hvað það er að vera stöðugt metin í skoðanakönnunum. Stjórnmálamenn eru stöðugt undir smásjá og metnir í skoðanakönnunum og þurfa að taka mið af niðurstöðum. Stíga niður eða stíga fram. Þegar persónan „Einar ráðherra“ fær afleita niðurstöður úr slíkri könnun rétt fyrir kosningar, er aðeins um eitt að ræða. Að koma með krassandi hugmynd, svo magnaða, að allir kjósendur kikna í hnjánum og kjósa hann aftur. Sumir lofa öllu fögru en aðrir eru menn framkvæmda og láta verkin tala.

Slíkur ráðherra er Einar í gamanleikritinu „Fjallið“ eftir Örn Alexandersson sem Leikfélag Kópavogs æfir um þessar mundir. En ekki fer allt eins og ætlað var. Höfundur leikstýrir og aðstoðarleikstjóri er Sigrún Tryggvadóttir. Áætlað er að frumsýna í lok febrúar.

Miðapantanir hér.