Leikfélag Kópavogs hefur verið valið fyrir hönd Íslands, til að sýna leiksýninguna Svarta kassann á NEATA leiklistarhátíðinni í Litháen í ágúst!
Að því tilefni höfum við ákveðið að halda flóamarkað næstkomandi laugardag, 30. júní, til styrktar ferðinni.
Til sölu verður allt frá fötum, skóm, skartgripum, bókum, heimilisvörum, allskyns góðgæti og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni! Flóamarkaðurinn opnar kl. 13.00 og stendur fram eftir degi.
Við heitum á vini og velunnara að leggja okkur lið og mæta á þennan skemmtilega viðburð!