Svarti kassinn sem leikfélagið frumsýndi í lok apríl hefur fengið eindæma lof og viðtökur gesta. “Stundum getur verið svo ólýsanlega gaman að fara í leikhús“ opnaði Jakob Jónsson t.d. gagnrýni sína um sýninguna á Kvennabladid.is.  Ennfremur sagði hann: “[sýning sem er] … skemmtileg, furðuleg, áhugaverð, listræn, grípandi og ákaflega örvandi!“ Líklega er óhætt að segja að Jakobi hafi líkað vel.

Fjölmargir hafa tjáð sig á samfélagsmiðlunum og eru hér nokkrar tilvitnanir til gamans:
“... held ég hafi brosað viðstöðulaust allan tímann“- GE, “… fyndin, falleg og fáránlega vel unnin á allan hátt” – ÁG, “... brilliant, devised show … I’m going again I loved it so much” – VG, “… frumlegt beinskeytt, fyndið, sorglegt, fallegt.” KS.

Næstu sýningar eru þri. 16. mið. 17. og fim. 18. maí kl. 20.00. Miðapantanir og nánari upplýsingar á www.kopleik.is.