Súkkulaðivagninn/Chocolatetrailer 16. maí, 2018 09:00

Óskar eftir að fá að leggja vagninum á planinu í sumar. Hringdi í gær og ég bað hann að senda póst:

“Nú langar mig aftur að kanna hvort það sé í lagi að leggja vagninum fyrir utan leikhúsið í sumar.
Kom sér mjög vel í fyrra.”

Ég kvað það sennilega í góðu lagi en vil heyra fyrst í stjórn.


 Waldorfskólinn Lækjarbotnum 15. maí, 2018 10:00

Óska eftir sal fyrir hrynlistarsýningu sem fram fer þann 20. júní (eða þann 21. júní).
Sagði þeim frá leikmyndinni og kvaðst svara fyrir helgi hvort hún verður tekin.


 Stúdentaleikhúsið 19. desember, 2017 10:45

Stúd.leikh. óskar eftir að fá inni í janúar til æfinga og sýninga:
“2 jan – í 4 tíma ( má vera um daginn eða kvöldið ) fyrir æfingar
3. jan – í 4 tíma ( má vera um daginn eða kvöldið ) fyrir æfingar
7- 8 – 9 jan væri fint að fá að æfa í husnæðinu ef það er laust og hægt
10 jan – 11 jan ( æfingar um kvöldið frá 18:00- 23:00
sýningar 12 jan til 20 jan ( kl 20:00) mögulega tvö kvöld sem það verða tvær sýningar sama dag, hin kl 22:00
okkur vantar ljós og hljóð, en við erum með tæknimann með okkur sem myndi sjá um það.
Það er alveg hægt að hliðra eitthvað við þessu en eins og eg segi þá erum við ekki með mikið a milli handanna og væri æðislegt að fá að gera samning uppá að við borgum eftir syningarnar”

Sagði þeim ég myndi bera þetta undir stjórn.


 Kvikmyndaskóli 19. desember, 2017 10:45

Kvikm.skóli kominn og farinn. Allt gekk vel með veru þeirra nema að þau eiga eftir fjarlægja fulla kerru af rusli sem er fyrir aftan hús. Búinn að ítrekaþetta tvisvar við Rúnar Guðbrands.


 Tölvutek 21. nóvember, 2017 10:00

Pantaði 2 1 TB USB3 flakkara til að leysa af hólmi gamla hlunkinn sem ég keypti til að geyma vídeóupptökur fyrir nokkrum árum.


 Kvikmyndaskóli 10. nóvember, 2017 13:15

Póstur frá Sigrúnu Gylfa:
Sæll kæri Hörður
Afsakaðu að ég svara svona seint, hafði eitthvað farið framhjá mér. Þetta er fínn díll og við tökum þessu tilboði. Við reiknum þá með að koma inní hús laugardag 25. nóv og ég hef samband þegar nær dregur um hversu marga tíma yfir daginn við fáum að vera fyrstu helgina 25-26 nóv 😉
Rúnar Guðbrandsson verður leikstjóri hópsins og þetta eru 6 nemendur.
Kær kveðja og þakkir,
Sigrún


 Securitas 27. september, 2017 10:30

Hringt. Árleg úttek. Hitti hann í hádeginu.


 Leikfélag MK 11. september, 2017 14:15

Aníta Ýr Ómarsdóttir formaður leikfélagsins hringdi til að spyrjast fyrir um húsið eftir áramót. Ég bað hana að senda póst með þeirra óskum.


 Topplagnir 31. ágúst, 2017 10:00

Opnaði fyrir Topplagnir. Þeir munu fræsa upp gólfið og leggja plaströr fyrir gólfhita.


 Topplagnir 30. ágúst, 2017 14:30

Leigði græju hjá BYKO (afrifsvél) til að ná dúknum af gólfinu í andyrinu. Allt klárt fyrir gólfhitalögn.


 Slökkvitækjaþjónustan 29. ágúst, 2017 14:30

Hringdu og buðust til að koma og yfirfara tækin. Örn talaði um að við eigum að geta séð um þetta sjálf. Þarf að fá staðfest.


 Kvikmyndaskólinn 28. ágúst, 2017 10:30

Póstur frá Sigrúnu Gylfa eins og búist var við. Reikna með að bjóða þeim sama og síðast, þ.e. að degi til síðustu viku í nóv. og svo síðsutu vikuna +1/2 dagar að fullu.

Sæll kæri Hörður
Takk fyrir spjallið um daginn. Tímabilið sem um ræðir er frá og með föstudeginum 24. nóvember – 8/9 desember ef það gengur upp. Frumsýning væri þá 8. eða 9. desember.
Vona að þetta gangi upp fyrir ykkur og endilega láttu mig vita sem fyrst og hvað leigan er há fyrir þetta tímabil. Rúnar Guðbrandsson mun leikstýra hópnum og þetta eru 6 nemendur.
Kær kveðja og þakkir, Sigrún


 Topplagnir 24. ágúst, 2017 12:30

Gólfhiti verður lagður fim. 31. ág. Þarf að fjarlægja teppi og hreinsa gólf áður. Einnig að rýma til í geymslu svo hægt sé að setja þar inn rör og ofn síðar meir.


 Leikfélag Borgarholtsskóla 22. ágúst, 2017 13:30

Leikfélag Borgarholtsskóla óskar eftir húsinu í leigu í enda febrúar eða byrjun mars.

“Sæl/l ég er að spurja fyrir hönd leikfélag borgarholtsskóla hvort að salurinn er laus kringum enda febrúar eða byrjun mars.
Kveðja Gabríella Rós “


 Kvikmyndaskólinn 18. ágúst, 2017 15:15

Sigrún Gylfa hringdi til að spyrjast fyrir um húsið á hefðbundnum tíma í lok nóv/byrjun des. Ætlar að senda póst með frekari upplýsingum.


 Brynja Valdís Gísladóttir 26. júlí, 2017 11:30

Óskað eftir að skoða húsið með það fyrir augum að leigja fyrir myndband með Páli Óskari.
Brynja Valdís Gísladóttir 7718989


 Ölgerðin 14. júlí, 2017 13:00

Uppáhellingarvél horfin. Eftirgrennslan leiddi í ljós að Ölgerðin hafði sent menn til að ná í hana. Komust inn þar sem Götuleikhúsið var í húsinu og gerði ekki athugasemd.
Við höfum ekki keypt kaffi af Ölgerðinni í rúmt ár svo það er ekki skrýtið að þeir vilja vélina aftur. Sérkennilegt þó að þeir taki hana án þess að heyra í okkur.


 Guðmundur Atli 14. júlí, 2017 14:45

Símtal vegna frágangs lóðar. Gámur verður settur fyrir aftan hús, um 2 metra frá vegg. Ekki óhætt að hafa alveg uppi við hús vegna möguleika á að komast upp á þak.
Gera ráð fyrir að ljúka framkvæmdum eftir rúma viku.


 Götuleikhús 16. júlí, 2017 13:00

Hitti Skúla til að setja upp einfalda lýsingu fyrir Götuleikhús.


 Götuleikhús 14. júlí, 2017 11:00

Hitti Ásthildi til að skoða ljósamál vegna sýningar á mánudag.


 Frúardagur (MR) 4. júlí, 2017 10:45

Þau segja:
“Þetta væri meira seinni partinn í byrjun og um helgar en meira þegar að líður á okt, hentar það? Við erum einnig að bíða eftir svörum frá öðrum leikhúsum en við erum tilbúin að skoða allt.”

Heyri í stjórn hvort við viljum skoða þetta.


 Frúardagur (MR) 4. júlí, 2017 09:00

Frúardagur (sem mér skilst að sé annað leikfélag MR) óskar eftir aðstöðu frá miðjum okt. fram í miðjan nóv. Ég sendi post þar sem ég sagði að 24/7 leiga væri útilokuð en ef þau gætu verið mjög sveigjanleg mætti skoða málið.


 Kópavogsbær 12. júní, 2017 09:15

Svavar Sverrisson (897 4493) hringdi. Eru að fara í lóðina bak við hús. Ætla að færa gáminn upp á bílastæði á meðan. Ég bað um að þegar framkvæmdum er lokið verði gámurinn færðu upp við hús á bak við.


 Kópavogsbær 9. júní, 2017 13:30

Póstur barst frá bænum. Ætla að gera eitthvað í lóðinni austan við húsið:
“Góðan dag
Við höfum fengið það verkefni að lagfæra lóðina austan við leikhúsið. Við þurfum að ná sambandi við einhvern sem er í forsvari fyrir félagið í því sambandi.
Getið þið gefið okkur símanúmer þess sem við getum verið í sambandi við.
Bestu kveðjur,
Eiður Guðmundsson
Forstöðumaður, Þjónustumiðstöð Kópavogs”

Sendi honum símanúmer og bíð eftir að heyra frá þeim.


 Síminn 9. júní, 2017 09:30

Minnkaði gagnamagn á mán. úr 250Gb á 6.100 kr. í 50Gb á mán. á 4.500 kr. Sparar 1500 kr. á mán. / 18.000 kr. á ári.
Vorum svo alltaf með Félagsheimili Kóp á skráningunni okkar. Fékk þau til að laga það.


 Ja.is 7. júní, 2017 19:30

Sendi beiðni á Já.is að laga skráningu þar sem gamla GSM númerið var skráð en ekki 554 1985. Þeir eru nú búnir að laga þetta núna.


 Ást og karokí 5. júní, 2017 21:45

Leikhópurinn Ást og karokí er farinn úr húsinu. Skildu þokkalega við. Fékk lykilinn sem þeir voru með.


 Götuleikhúsið 6. júní, 2017 10:30

Óli Örn hjá Götuleikhúsinu hringdi. Þau koma inn á föstudag. Hitti hann í leikhúsinu og lét hann hafa lykil. Hann ætlar að koma einhverju dóti fyrir þar í dag.


 Halldór Kristján Sigurðsson 2. júní, 2017 13:45

Halldór Kristján Sigurðsson, bakari og Konditor óskar eftir því að fá að hafa súkkulaðitrailerinn sinn á bílastæðinu okkar í sumar. Mér finnst það sjálfsagt og hann fær prik fyrir að spyrja.
Sjá nánar á http://chocolatetrailer.com

“Sæll Hörður.
Takk fyrir gott spjall í síma í gær.
Erindið er að fá að geyma vagninn á kvöldin og að nóttu til á bílastæði leikhússins í sumar, gæti farið svo að að einhverja daga og um helgar væri hann einnig geymdur á bílastæðinu ykkar.
Hér koma myndir í viðhengi einnig heimasíða vagnsins.http://chocolatetrailer.com/
Með fyrirfram þökk.
Kv Halldór Kristján Sigurðsson.
Bakari og Konditor.”


 Ást og karokí 31. maí, 2017 17:00

Skúli og Siggi yfirfóru ljós í gærdag og þurftu að laga eitt og annað sem Ást og karokí – hópurinn hafði fiktað í.
Þegar ég mætti var hvortveggja tölva og hljóðkort í gangi, stór mixer skilinn eftir með snúruspaghetti út um allt. Búið að svissa lyklaborðum fyrir gömlu og nýju tölvurnar af einhverjum sökum. Fjarstýringin fyrir myndvarpa reyndist svo vera í salnum við leit. Ég hringdi í Stefán og var frekar fúll yfir þessu öllu. Hann afsakaði sig í bak og fyrir.
Eftir að hafa fjarlægt draslið þeirra gerði ég hljóðtékk og hljóðið var í tómu tjóni. Við eftirgrennslan kom í ljós að þeir höfðu tekið aðalhátalarana úr sambandi. Var ekki í góðu skapi en ákvað að hringja eftir sýningu. Gerði það og sagði mína skoðun á málinu. Stefán vildi fyrst ekki kannast við að þeir hefðu tekið hátalarana úr sambandi en þegar ég lýsti því fyrir honum viðurkenndi hann að sennilega hefði hljoðmaðurinn hans gert þetta. Ég var mjög pirraður yfir þessu öllu og lét hann heyra það. Sagðist hafa staðið í þeirri trú að þeir væru leikhúsvanir menn með sans fyrir hlutunum en nú væru þeir búnir að missa mitt traust. Þeir ætluðu ekki að æfa í dag, hvort sem það var í kjölfar þessara samtala eða áður ákveðið.
Ég ætla að gera þá kröfu að þeir geri upp grunnleiguna (50k) strax eftir frumsýningu.


 Leikhúsið 25. maí, 2017 13:00

Keypti nýjan hengilás fyrir gáminn og setti á hann. 3 lyklar í skjalaskáp.


 Sorpa 25. maí, 2017 14:00

Við Skúli fórum með um 20 ónýta kastara og ýmislegt annað drasl í Sorpu.


 Securitas 8. maí, 2017 19:15

Brunaboð í kerfi. Ágústa nýbúin að hringja. Virðist vera villa í kerfi


 ÁSt og karókí 30. mars, 2017 10:30

Sviðslistahópur óskar eftir húsinu 29. maí – 3. júní til uppsetningar. Voru búnir að hringja fyrir nokkru síðan. Heyrði í stjórn og hef sent þeim tilboð.


 Valur Grettisson 20. mars, 2017 15:15

Óskað eftir fólki til að taka þátt í ljósmyndun fyrir Reykjavík Grapevine.


 Rannveig Elsa 23. mars, 2017 13:15

Símhringin. Beiðni um lán á sal vegna stuttmyndar. Beiðni neitað.


 Högni Guðmunds 17. mars, 2017 12:00

Högni er með flísaprufur fyrir andyrið. Hitti hann um helgina til að skoða á ákveða.


 Topplagnir 26. janúar, 2017 13:00

Tilboð komið frá Topplögnum í gólfhita í andyrið.
Stjórn hefur tekið tilboðinu og farið verður í málið í lok mars.


 Högni Guðmunds 11. janúar, 2017 13:45

Högni hringdi á vegum Lionsfélags Kópavogs. Þeir hafa áhuga á að halda fund í Leikhúsinu og fá smá leiklist með. Eru að spá í 8. eða 9. feb. Ég sagði honum af leikdagskránni sem gæti hentað.
Form. skemmtinefndar mun hringja til að ræða málið betur.


 Topplagnir 11. janúar, 2017 16:30

Maður frá Topplögnum kom og tók út andyrið. Ætlar að senda tilboð.


 Hjallakirkja 12. desember, 2016 13:30

Safnaðarfélag Hjallakirkju vill skoða húsið með það fyrir augum að leigja. Sýni þeim húsið á morgun.


 Leikfélagið Orion 25. nóvember, 2016 09:30

Voru búin að hringja fyrir nokkru og grennslast fyrir um húsnæðið. Ég bað þau að senda póst með ítarlegum upplýsingum og hann kom í morgun:

Sæl og takk fyrir greinargóða lýsingu á verkefninu og ykkar þörfum.

Ég get svarað því strax að 20-23. apríl er útilokaður og 28.-30 apríl mjög ósennilegur. Við stefnum sjálf að frumsýningu um þetta leyti og það gengur ekki, því miður, að fá inn hóp svo skömmu fyrir frumsýningu. Þetta gæti mögulega breyst en þetta er planið núna.

Ég veit svo sem ekki hvort það hjálpar ykkur en byrjun maí gæti hinsvegar verið möguleiki og það er aðeins rýmra þá um húsið. Þú lætur vita hvort það kemur til greina en annars þykir mér leitt að geta ekki brugðist betur við og óska ykkur góðs gengis.

kv. Hörður Sigurðarson

Þann 25-11-2016 01:21, Anna Íris Pétursdóttir reit:

“Sæl

Anna heiti ég og er leikstjóri og höfundur nýs íslensks verks sem heitir Hetjan. Þannig er mál með vexti að við erum að leitast við að komast í sýningarhúsnæði rétt eftir páska, eða 20-23 apríl, 28-30 apríl og svo 5-7 maí. Okkur þætti frábært að komast í samstarf við ykkur og fá að leigja húsnæðið af ykkur. Þessar dagsetningar væru bestar en við skoðum að sjálfsögðu allt sem þið eigið laust.

Við erum með okkar eigin tæknimann og sýningarstjóra. Í verkinu eru 10 leikarar sem þyrftu eitthvað svæði baksviðs til að undirbúa sig fyrir sýninguna.
Einnig erum við með sviðsmynd, en stærð hennar og umfang veltur mikið á því húsnæði sem við fáum og erum við mjög sveigjanleg hvað hana varðar. Hönnuðurinn okkar er metnaðarfull ung kona frá Englandi sem hefur unnið með mörg spennandi rými.

Verkið sjálft fjallar um átta börn sem alast upp í stríðshrjáðu landi, og hvernig þeirra líf mótast af stöðugum áróðri þeirra fullorðnu og stríðinu sem þau fæddust inn í. Leikarahópurnn er á aldrinum 14-26 ára og eru í honum allt frá óreyndum leikurum upp í faglærða sviðslistamenn. Sýningin er gerð í samstarfi við leikfélagið Óríon sem er áhugamannaleikfélag sem starfrækt hefur verið frá 2012, en hefur verið meðlimur í BÍL síðan 2014. Félagið hefur sett upp sex sýningar, allar annaðhvort frumsamdar eða spunnar af leikhóp.

Með fyrirfram þökk
Anna Íris Pétursdóttir.”


 Leikhúsið 13. nóvember, 2016 12:15

Ethernet-kapallinn fyrir ljósatölvuna gaf sig. Keypti nýjan kapal í ELKO og skipti um.


 Draumasmiðjan 26. október, 2016 15:30

Margrét Pétursdóttir frá Draumasmiðjunni (Mími) hringdi til að fylgja eftir ósk um salinn á leigu í nóv. Ætlar að hitta mig á sunnudag kl. 12.00 í Leikhúsinu til að skoða aðstæður.


 Mímir símenntun 21. október, 2016 14:15

Óska eftir salnum til upptöku á leiksýningu þroskahamlaðra. 3 föstudaga í nóvember kl. 13:30 – 16:00.
Óskaði nánari upplýsinga um tæknikr0fur, ljós o.þ.u.l. áður en ég set upp leiguverð.


 AJ Vörulistinn 12. október, 2016 11:30

Tækjaskápur kominn til landsins. Verður sendur í Leikhúsið í dag.


 Borgarleikhúsið 29. september, 2016 17:15

Kári Gísla hafði samband og falaðist eftir bíóstólum. Við eigum u.þ.b. 20 stk. Þurfa þá frá ca miðjum desember og fram til loka febrúar.
Ég sagði að ég ætlaði að bera þetta undir stjórn. Við getum annaðhvort sett upp einhverja leigu eða átt inni greiða. Mæli með því síðara.


 — 26. september, 2016 18:00

Tengdi Airport Extreme. Setti upp þráðlaust, falið net.


 AJ Vörulisti 27. september, 2016 12:45

Pantaði stálskápinn sem samþykkt var að kaupa á stj. fundi í gær. Kemur eftir 2 vikur að líkindum 12. okt.
Nægir að millifæra greiðslu þá.


 BYKO 16. september, 2016 17:00

Keypti kaplarennur fyrir tengingu í posa og einnig fyrir uppsetningu á hátölurum í andyri.


 Svavar Örn Eysteinsson 20. september, 2016 13:15

Sótti Airport Extreme sem ég keypti fyrir LK á Bland.is


 Kolbrún Þórðardóttir 15. september, 2016 17:15

Náði í búninga (kjóla) sem okkur voru gefnir.


 Veitur.is 14. september, 2016 15:00

Upplýst að Veitumenn komust inn í húsið meðan parketmaðurinn var að störfum.


 Kolbrún Þórðardóttir 15. september, 2016 11:15

Hringt og spurt hvort við vildum búninga. Bað viðkomandi um að senda myndir sem hún gerði. Ber þetta undir stjórn.


 Kvikmyndaskóli Íslands 15. september, 2016 09:00

Kvikmyndaskólinn hefur samþykkt tilboð okkar.


 Elko.is 14. september, 2016 17:30

Keypti hátalara í Elko til að setja í andyrið + 10 m. kapal.
http://www.elko.is/elko/is/vorur/hatalarar1/edifier_studio_hatalarar_r1280_-_silfurlitadir.ecp?detail=true


 Kvikmyndaskóli Íslands 14. september, 2016 13:15

Kvikmyndaskóli Íslands (Rúnar) óskar eftir Leikhúsinu á leigu í lok nóv. og byrjun des. Ágústa Skúla er að leikstýra.
Býð þeim að vera á daginn mán. 28. – fim. 1. og svo full yfirráð 2. des. – 9. des. Frágangur og skil þ. 9.
Sama leiga og undanfarið sem er 200 þús.


 Veitur.is 12. september, 2016 17:30

Skráði álestur af rafmagnsmæli á Mínum síðum hjá veitur.is.
Staða: 96781.


 Veitur 11. september, 2016 18:00

Kom í ljós að búið er að skipta um mæli fyrir heitt vatn í húsið. Ráðgáta hvenær það var gert og hver hleypti þeim inn.


 Ísl. gámafélagið 8. september, 2016 10:15

Hringdi í Ísl. gámafélagið og bað um losun. Verður sennilega ekki fyrr en á morgun.


 Veitur 31. ágúst, 2016 14:15

Fengum póst á lk@kopleik.is frá Veitum (veitur.is) þar sem tilkynnt er um væntanleg mælaskipti (Mælisnúmer: 5078322341) vegna heits vatns. Ég sendi þeim póst og bað um að hringt yrði í mig þegar að þessu kæmi þar sem ekki væri alltaf fólk í húsinu.


 Kvikmyndaskóli Íslands 5. september, 2016 17:15

Rúnar Guðbrands hringdi og spurðist fyrir um leigu á húsinu í desember. Eru að spá í frumsýningu 9. des.
Sagði honum að senda tölvupóst með upplýsingum.