Frumsýning á Skugga-Sveini

Leikfélag Kópavogs frumsýnir 19. október þann sígildasta af öllum sígildum, sjálfan Skugga-Svein Matthíasar Jochumssonar.
Verkið er sýnt í glænýrri leikgerð, sem löguð er að kröfum tímans. Skugga-Sveinn er jafnframt vígslusýning Leikhússins sem nýs leikhús félagsins í Funalind 2 í Kópavogi.

Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir en uppfærslur hennar á undanförnum árum hafa þótt með því ferskasta í íslensku leikhúsi, sýningar á borð við Klaufa og kóngsdætur, Eldhús eftir máli, Stórfengleg, Grimms og margar fleiri.

Næstu sýningar verða sem hér segir:

Fim. 23. okt. kl. 20.00
Þri. 28. okt. kl. 20.00
Þri. 4. nóv. kl. 20.00
Fös.. 7. nóv. kl. 20.00
Miðaverð er 1.500 kr. Verð fyrir hópa, námsmenn, aldraða og öryrkja er 1.000 kr. Miðapantanir má senda í tölvupósti á midasala@kopleik.is .

0 Slökkt á athugasemdum við Frumsýning á Skugga-Sveini 241 14 október, 2008 Fréttir, Frumsýning, Leiksýning október 14, 2008

Sýningadagatal

janúar 2018

Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
My Tickets is currently in testing mode. No financial transactions will be processed.