Unglingadeild Leikfélags Kópavogs frumsýnir leikritið Beðið eftir græna kallinum laugardaginn 30. október. Gríma Kristjánsdóttir leikstýrir 6 manna hópi ungra leikara í verkinu sem samið er í spunavinnu af leikstjóra og hópi. Leikritið fjallar um hóp fólks sem notar öll brögð til að komast yfir það sem það girnist.
Sýningin hefst kl. 20.00 í Leikhúsinu að Funalind 2 og hægt er að panta miða á midasala@kopleik.is eða síma 823 9700.

Lesa nánar: Frumsýning: Beðið eftir græna kallinum