Frumsýning framundan

Nú er verið að leggja lokahönd á sýninguna Hringinn og verður hún frumsýnd sunnudaginn 26. febrúar. Tólf leikarar taka þátt og fjölmargir aðrir eru þessa dagana sveittir á bak við tjöldin að vinna í leikmynd, leikmunum, búningum, ljósum og hljóði svo eitthvað sé nefnt.
Hörður Sigurðarson leikstýrir en auk hans leggja Hrefna Friðriksdóttir (texti), Sváfnir Sigurðarson (tónlist) og Skúli Rúnar Hilmarsson (lýsing) hönd á plóg.
Nánar um sýninguna hér innan skamms.

0 Slökkt á athugasemdum við Frumsýning framundan 595 15 febrúar, 2012 Fréttir febrúar 15, 2012

Stiklur úr sýningum