Leikfélag Kópavogs frumsýndi Þrjár systur eftir Anton Tsjekhov föstudaginn 31. janúar síðatliðinn. Er þetta viðamesta sýning félagsins frá því það flutti í Leikhúsið við Funalind 2.Viðtökur hafa verið afar góðar og m.a. sagði Lárus Vilhjálmsson eftirfarandi um sýninguna á Leiklistarvefnum:
“Sviðsetning verksins á litla sviðinu í Leikhúsi Kópavogs er mjög vel heppnuð. [Rúnar leikstjóri] … heldur um taumana af næmni og með einstökum skilningi á verkinu og getu leikhópsins. Flæði verksins er hnökralaust og persónur, saga og atvik skýrt teiknuð. Leikmynd … og lýsing … fallegt verk þar sem er nostrað er við smáatriði … og búningar (…) ná tísku og tíðaranda aldamótanna (…) afar vel. Tónlist (…) er unaðsleg og sérstaklega vel nýtt í skiptingum og í verkinu í heild.”Lárus klykkir út með því að hvetja ” (…) alla til að fara á þessa æðislegu sýningu sem ég gef hiklaust fjórar stjörnur.” Gagnrýnina má lesa alla á Leiklistarvefnum.
Lesa nánar: Góðir dómar um Þrjár systur