Það líður að lokum hjá Gutta og félögum en nú mun óhætt að fara að kalla þennan fyrrum hrekkjalóm „hinn ástsæla Gutta“ því það er vægt til orða tekið að segja að uppfærslunni hafi verið vel tekið. Uppselt hefur verið á allar sýningar og miðar selst upp jafnóðum á aukasýningar sem bætt var við. En nú sígur sem sagt á seinni hlutann, Gutti og félagar verða sýndir í allra síðasta sinn næstkomandi sunnudag og ef einhver sem þetta les á enn eftir að fara er um að gera að hafa hraðar hendur yfir á midakaup.is og tryggja sér miða.