Gutti snýr aftur! Fundur á laugardag

Laugardaginn 15. desember kl. 11.00 verður fyrsti hittingur vegna æfinga á barnaleikriti sem byggir á Guttavísum og öðrum ástsælum kvæðum Stefáns Jónssonar. Ætlunin er að frumsýna í febrúar og hefja æfingar strax eftir áramót. Höfundur og leikstjóri er Örn Alexandersson. Þeir sem hafa hug á að taka þátt eru hvattir til að mæta í Leikhúsið, Funalind 2 á fyrrgreindum tíma.

0 Slökkt á athugasemdum við Gutti snýr aftur! Fundur á laugardag 423 12 desember, 2012 Fréttir desember 12, 2012

Stiklur úr sýningum