Allir LK-félagar sem héldu til náms í Leiklistarskóla BÍL á Húnavöllum hafa snúið aftur heilir á húfi og reynslunni ríkari. Að þessu sinni sóttu sjö úr Leikfélagi Kópavogs skólann, fjórir námu leiktúlkun (leiklist II), tveir leikstjórn og einn sótti leikritunarnámskeið.