Hið Ubbalega

Hið Ubbalega

Leikfélag Hafnarfjarðar blæs til stuttverkahátíðar í tilefni þess að sýning félagsins Ubbi kóngur – skrípaleikur í mörgum atriðum – í leikstjórn Ágústu Skúladóttur var valin til þátttöku á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Austurríki í sumar.
Stuttverkin eru innblásin af Ubba kóngi og höfundi hans, franska leikskáldinu Alfred Jarry. Áhorfendur mega því eiga von á ýmiskonar grodda, subbuskap og skrípalátum föstudaginn 20. maí, kl. 20.00, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Aðeins verður sýnt einu sinni.

Gestgjafi kvöldsins er Ubba drottning. Hún mun, af sinni alkunnu alúð, gestrisni og gáfum, sjá áhorfendum fyrir andlegri næringu milli verka, ásamt ástkærum eiginmanni sínum og auðmjúkum þegnum og aðstoðarmönnum.

Aðgangseyrir er einn þúsundkall (fyrir hvern áhorfanda) sem rennur óskiptur í ferðasjóð Ubbalinga. Miðar seldir við innganginn.

Hin Ubbalegu leikrit eru:

Lesa nánar: Hið Ubbalega

Hið Ubbalega

Hið Ubbalega

Leikfélag Hafnarfjarðar blæs til stuttverkahátíðar í tilefni þess að sýning félagsins Ubbi kóngur – skrípaleikur í mörgum atriðum – í leikstjórn Ágústu Skúladóttur var valin til þátttöku á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Austurríki í sumar.
Stuttverkin eru innblásin af Ubba kóngi og höfundi hans, franska leikskáldinu Alfred Jarry. Áhorfendur mega því eiga von á ýmiskonar grodda, subbuskap og skrípalátum föstudaginn 20. maí, kl. 20.00, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Aðeins verður sýnt einu sinni.

Gestgjafi kvöldsins er Ubba drottning. Hún mun, af sinni alkunnu alúð, gestrisni og gáfum, sjá áhorfendum fyrir andlegri næringu milli verka, ásamt ástkærum eiginmanni sínum og auðmjúkum þegnum og aðstoðarmönnum.

Aðgangseyrir er einn þúsundkall (fyrir hvern áhorfanda) sem rennur óskiptur í ferðasjóð Ubbalinga. Miðar seldir við innganginn.

Hin Ubbalegu leikrit eru:

Lesa nánar: Hið Ubbalega