Hin geysivinsæla sýning, Hringurinn, var sýnd fyrir fullu húsi í febrúar og mars og komust færri að en vildu. Nú hefur verið ákveðið að efna til aukasýninga vor, sýningarnar verða 3., 4. og 6. maí. Miðapantanir á midasala@kopleik.is. Þeim sem vilja kynna sér málið betur er bent á stiklu sýningarinnar en hana má sjá hér.

Evgenía lifir fábrotnu lífi og sinnir tilbreytingasnauðu starfi á opinberri stofnun. Dag einn knýja örlögin dyra í mynd rykfallins lögfræðings. Erindi hans er að greina frá fráfalli föðurins sem hún aldrei kynntist og koma til hennar arfi. Föðurarfur Evgeníu er sannarlega óvanalegur og líf hennar tekur í kjölfarið heljarstökk með tvöfaldri skrúfu – upp frá þessu verður ekkert venjulegt í tilveru Evgeníu. En hvað er annars venjulegt!?

Lesa nánar: Hringurinn – aukasýningar í maí