Evgenía lifir fábrotnu lífi og sinnir tilbreytingasnauðu starfi á opinberri stofnun. Dag einn knýja örlögin dyra í mynd rykfallins lögfræðings. Erindi hans er að greina frá fráfalli föðurins sem hún aldrei kynntist og koma til hennar arfi. Föðurarfur Evgeníu er sannarlega óvanalegur og líf hennar tekur í kjölfarið heljarstökk með tvöfaldri skrúfu – upp frá þessu verður ekkert venjulegt í tilveru Evgeníu. En hvað er annars venjulegt!?

Höfundur: Hrefna Friðriksdóttir
Leikstjórn: Hörður Sigurðarson
Leikarar: Anna Margrét Pálsdóttir, Anna Bryndís Einarsdóttir, Arnfinnur Daníelsson, Askur Kristjánsson,
Bjarni Daníelsson, Erna Björk Hallbera Einarsdóttir, Helga Björk Pálsdóttir, Guðlaug Björk Eiríksdóttir, Hildur Tryggvadóttir, Júlía Hannam, Kjartan Hearn
Sigríður Björk Sigurðardóttir
Lýsing: Skúli Rúnar Hilmarsson
Tónlist og hljóðmynd: Sváfnir Sigurðarson
Búningar: Hrefna Friðriksdóttir
Aðstoð við búninga: Dýrleif Jónsdóttir
Myndvinnsla: Guðmann Þór Bjargmundsson, Hörður Sigurðarson
Förðun: Rúna Sif Harðardóttir
Dramatúrgía: Hörður Sigurðarson
Hvíslari: Selma Rán Vilhelmsdóttir
Leikmyndarhönnun: Hörður Sigurðarson
Hrefna Friðriksdóttir Skúli Rúnar Hilmarsson
Aðstoð við leikmynd og leikmuni: Örn Alexandersson Nicolaj Falck Heiðdís Buzgò
Sérstakar þakkir: Árni Salomonsson Bjarni Magnús Erlendsson