Nýtt leikár hjá Leikfélagi Kópavogs er handan við hornið og fyrsta verkefni vetrarins hefst formlega laugardaginn 25. ágúst kl. 10.00. Um er að ræða fyrsta samlestur á nýjum farsa sem tekinn verður til æfinga í lok mánaðarins í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar. Stefnt er á frumsýningu seinni hluta október. Allir velkomnir, nýir félagar jafnt sem gamlir. Samlesturinn verður í Leikhúsinu Funalind 2. Nánari upplýsingar á lk@kopleik.is.

Nýir félagar athugið að hægt er að skrá sig í félagið hér.