Um miðjan maí er stefnt að því að setja upp leikþáttadagskrá hjá leikfélaginu. Til að hefja það starf, kanna hverjir bjóða sig fram til þátttöku og eiga saman góða kvöldstund er hér með boðað til leikjakvölds í Leikhúsinu fimmtudaginn 6. mars. Áhugasamir félagar mæti stundvíslega kl. 19.30 með áhuga, gott skap og jafnvel slatta af hæfileikum í farteskinu.