Eins og fram hefur komið stóð félagið fyrir námskeiði fyrir nýliða nú fyrir skemmstu undir stjórn Harðar Sigurðarsonar. Stefnt er að því að ljúka námskeiðinu formlega með stuttri leikdagskrá sem æfð verður í apríl og sýnd í maí. Hér er líka svigrúm fyrir þá sem ekki hafa getað komið því við að vera með í stærri verkefnum vetrarins að láta ljós sitt skína í sketsum eða einþáttungum.