Ferna er leikdagskrá þar sem fjórir leikþættir, tveir íslenskir og tveir erlendir, verða sýndir í tæplega klukkustundarlangri dagskrá. Íslensku þættirnir eru XXX eftir Jónínu Leósdóttur og Verann eftir Hrefnu Friðriksdóttur en þeir erlendu heita Fjölskylda 2.0 og Vegsummerki minninga.

Átta leikarar eru í þáttunum sem eru í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar. Aðeins verða tvær sýningar, fimmtudaginn 24. og föstudaginn 25. nóvember. Sýningar eru í Leikhúsinu, Funalind 2, og hefjast kl. 20.00. Miðaverð er 1.000 kr. og miðapantanir eru í midasala@kopleik.is eða í síma 554-1985.Nánari upplýsingar á www.kopleik.is.