Langar þig að spreyta þig á leiksviði? Viltu láta gamlan draum rætast? Viltu taka þátt í liststarfi þar sem sköpunargleðin ræður ríkjum?

Í apríl verður í boði leiksmiðja sem er aðallega hugsuð fyrir nýja félaga með áherslu á byrjendur og styttra komna í leiklist. Farið verður í grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun.
Leiðbeinandi er Hörður Sigurðarson sem hefur starfað sem leikstjóri hjá leikfélögum víða um land en þó aðallega hjá Leikfélagi Kópavogs undanfarin ár og setti m.a. upp Hringinn sem leikfélagið frumsýndi í febrúar.
Athugið að leiksmiðjan er ætluð 21 árs og eldri. Leiksmiðjan hefst þriðjudaginn 10. apríl og verður í 6 skipti fram til 21. apríl sem hér segir:

Þri. 10. apríl kl. 19.30-22.30
Fim. 12. apríl kl. 19.30-22.30
Lau. 14. apríl kl. 10.00-13.00
Þri. 17. apríl kl. 19.30-22.30
Fim. 19. apríl kl. 19.30-22.30
Lau. 21. apríl kl. 10.00-13.00

Þáttakendur þurfa að skrá sig í félagið og greiða félagsgjald sem er 2.000 kr. Áhugasamir skrái sig með því að senda tölvupóst á lk@kopleik.is.