Leikfélag Kópavogs stendur fyrir leiklistarnámskeiði fyrir nemendur í 8. – 10. bekk grunnskóla. Leiðbeinandi er Gríma Kristjánsdóttir sem lokið hefur námi í leiklist við Copenhagen International School of Performing Arts. Námskeiðið sem haldið er í samstarfi við Kópavogsbæ og Barnamenningarhátíð er frítt en börn búsett í Kópavogi ganga fyrir með pláss. Námskeiðið hefst þri. 5. feb. kl. 16.00 – 18.00 og verður haldið vikulega í Leikhúsinu, Funalind 2. Námskeiðinu lýkur með leiksýningu í Salnum þ. 13. apríl. Skráning og nánari upplýsingar í lk@kopleik.is.