Guðrún Sóley sem hefur starfað með leikfélaginu og er nú nemandi í leiklist við Royal Conservatoire of Scotland (betur þekktur sem Royal Scottish) heldur leiklistarnámskeið í Leikhúsinu Funalind 2 á Skírdag, fimmtudaginn 17. apríl.

Royal Scottish er einn fremsti leiklistarskóli í Evrópu og námið, BA (Hon) Contemporary Performance Practice, einstakt og eingöngu kennt í þessum skóla. Þetta er fjögurra ára leiklistarnám í sviðslistum, með áherslu á að læra í gegnum persónulega reynslu og miðla til annarra. Námið er fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi þar sem hver nemandi fer sína eigin leið. Allar upplýsingar um námið er hægt að finna á www.rcs.ac.uk og með því að senda Guðrúnu Sóleyju tölvupóst.

Lesa nánar: Leiklistarnámskeið/kynning í Leikhúsinu