Föstudaginn 4. okt. verður fitjað upp á nýjung í félagsstarfinu. Þá efnir Hörður Sigurðarson til fyrirlesturs um leiklistarsöguna. Fyrirlesturinn verður í tveimur hlutum, sá fyrri verður fluttur í Leikhúsinu föstudaginn 4. okt. og hefst kl. 19.30 en sá seinni föstudaginn 1. nóv. á sama stað og tíma. Þetta er kjörinn vettvangur fyrir alla áhugamenn og hægt að lofa fróðleik og góðri skemmtun.