Leikþættir – ert þú með?

Áramótin nálgast óðum og þá vita allir hvað er í vændum. Mikð rétt, hið árlega Stjörnuljósakvöld, innanfélagsskemmtun leikfélagsins þar sem félagar koma saman, skemmta sjálfum sér og gestum og bjóða þakkir fyrir liðið ár. Á komandi Stjörnuljósakvöldi verða furmsýndir nokkrir leikþættir og hér með er blásið í lúðra og félagar hvattir til að bjóða sig fram til verka. Þeir sem áhuga hafa á að leika eða jafnvel aðstoða á einhvern hátt eru hér með beðnir um að láta vita með því að senda póst á lk@kopleik.is merktan Leikþættir.

Leikstjórar þáttanna verða þau Guðmundur L. Þorvaldsson, Hörður Sigurðarson, Sigrún Tryggvadóttir og Örn Alexandersson. Boðað verður til samlestrar og upphafs æfinga þegar skýrist hverjir ætla að taka þátt.

0 Slökkt á athugasemdum við Leikþættir – ert þú með? 529 16 nóvember, 2015 Fréttir nóvember 16, 2015

Sýningadagatal

ágúst 2018

Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31