Bryddað er upp á nýjung í starfsemi leikfélagins í ár þar sem hinn dularfulli dr. Teatro mun starfrækja leikverksmiðju með tilraunaívafi. Doktorinn auglýsir eftir fólki sem er tilbúið að gerast tilraunamýs á rannsóknarstofu hans. Aðgangur verður að líkindum takmarkaður og um að gera að sækja um sem fyrst. Viðkomandi þurfa að skuldbinda sig til að gefa sig fram á rannsóknarstofunni 2-3 sinnum í viku og leggja á sig ýmsar þrautir. Afrakstur rannsóknanna er óljós á þessu stigi en mun væntanlega skýrast er fram líða stundir.
Umsækjendur um starf tilraunamúsa sendi póst á lk@kopleik.is merkt Leikverksmiðja dr. Teatro.