Þeir sem komu á sýningar unglingadeildarinnar sáu að miðasalan okkar hefur tekið stakkaskiptum. M.a. er búið að koma upp föstu afgreiðsluborði og afmarka betur en áður miða- og sælgætissölu. Þá erum við líka að þreifa okkur áfram með miðasölukerfi á vefnum. Nú er sem sagt hægt að kaupa miða á midakaup.is og er af því mikið hagræði fyrir miðasöluna — og ekki síður leikhúsgesti!