Námskeið í leikhússporti og spuna

Nú á haustdögum fer af stað námskeið í leikhússporti hjá Leikfélagi Kópavogs. Við erum búin að rýma til í Funalindinni og útbúa æfingaaðstöðu þannig að nú er okkur ekki til setunnar boðið og mun námskeiðið hefjast fimmtudaginn 25. október næstkomandi.
Námskeiðið er öllum opið sem áhuga hafa á að læra leikhússport eða æfa sig í spuna, en námskeiðið verður haldið einu sinni í viku, á fimmtudögum, allavega til að byrja með, og einnig munum við halda leikhússportkeppnir.

Þeir sem áhuga hafa á að skrá sig sendið nafn og póstfang á leikhussport@gmail.com.
Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Gísli Björn Heimisson.
Lesa nánar: Námskeið í leikhússporti – spuna

0 Slökkt á athugasemdum við Námskeið í leikhússporti og spuna 330 16 október, 2007 Fréttir október 16, 2007

Sýningadagatal

ágúst 2018

Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31