gudmludgrimaLeiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga hefjast 26. september og standa til loka nóvember. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára (6.-7. bekkur) og hinsvegar fyrir 8. bekk og upp úr, þ.e. unglinga á aldrinum 13-16 ára. Hámarksfjöldi er 10 á hvort námskeið.

Námskeiðin standa í 10 vikur og verða vikulega á mánudögum kl. 16.00-17.00 fyrir yngri hóp en kl. 17.15-19.15 hjá eldri.  Í lok námskeiðs sýna hóparnir stutt, frumsamin leikrit.
Leiðbeinendur eru Guðmundur L. Þorvaldsson og Gríma Kristjánsdóttir. Guðmundur er m.a. menntaður frá New York Film Academy auk fjölmargra námskeiða í leik og leikstjórn. Guðmundur sá um starf Unglingadeildar LK árið 2009, 2014 og 2015. Gríma er lærður leikari frá Copenhagen International School of Performing Arts og sá um unglingastarf LK árin 2010 og 2011.

17217194386_85d330c491_oÞeir sem óska frekari upplýsinga vegna námskeiðanna geta  hitt leiðbeiendurna laugardaginn 24. Sept. 14:00 til 15:00 í Leikhúsinu Funalind 2.

Námskeiðið kostar 12.500 kr. á mann fyrir þau yngri en 20.000 kr. fyrir eldri hóp. Systkinaafsláttur er 50% af ódýrara námskeiðinu. Við bendum á að þátttakendur með lögheimili í Kópavogi geta nýtt sér tómstundastyrk Kópavogsbæjar upp í þátttökugjald. Hægt er að skrá sig á námskeiðið á Frístundavef Kópavogsbæjar og þar geta Kópavogsbúar nýtt sér frístundastyrk bæjarins.
Hér er að finna gátlista forráðamanna fyrir frístundastyrkinn.