Námskeið

Námskeið Unglingadeildar hefjast

Námskeið Unglingadeildar hefjast

Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga hefjast 26. september og standa til loka nóvember. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára (6.-7. bekkur) og hinsvegar fyrir 8. bekk og upp úr, þ.e. unglinga á aldrinum 13-16 ára. Hámarksfjöldi er 10 á hvort námskeið. Námskeiðin standa í 10 vikur og verða vikulega á mánudögum kl. 16.00-17.00 fyrir yngri hóp en kl. 17.15-19.15 hjá eldri.  Í lok námskeiðs sýna hóparnir stutt, frumsamin leikrit. Leiðbeinendur eru Guðmundur L. Þorvaldsson og Gríma Kristjánsdóttir. Guðmundur er m.a. menntaður frá New York Film Academy auk fjölmargra námskeiða í leik og leikstjórn. Guðmundur sá um starf Unglingadeildar LK árið 2009, 2014 og 2015. Gríma er lærður leikari frá Copenhagen International School of Performing Arts og sá um unglingastarf LK árin 2010 og 2011. Þeir sem óska frekari upplýsinga vegna námskeiðanna geta  hitt leiðbeiendurna laugardaginn 24. Sept. 14:00 til 15:00 í Leikhúsinu Funalind 2. Námskeiðið kostar 12.500 kr. á mann fyrir þau yngri en 20.000 kr. fyrir eldri hóp. Systkinaafsláttur er 50% af ódýrara námskeiðinu. Við bendum á að þátttakendur með lögheimili í Kópavogi geta nýtt sér tómstundastyrk Kópavogsbæjar upp í þátttökugjald. Hægt er að skrá sig á námskeiðið á Frístundavef Kópavogsbæjar og þar geta Kópavogsbúar nýtt sér frístundastyrk bæjarins. Hér er að finna gátlista forráðamanna fyrir...

Leikverksmiðja dr. Teatro

Bryddað er upp á nýjung í starfsemi leikfélagins í ár þar sem hinn dularfulli dr. Teatro mun starfrækja leikverksmiðju með tilraunaívafi. Doktorinn auglýsir eftir fólki sem er tilbúið að gerast tilraunamýs á rannsóknarstofu hans. Aðgangur verður að líkindum takmarkaður og um að gera að sækja um sem fyrst. Viðkomandi þurfa að skuldbinda sig til að gefa sig fram á rannsóknarstofunni 2-3 sinnum í viku og leggja á sig ýmsar þrautir. Afrakstur rannsóknanna er óljós á þessu stigi en mun væntanlega skýrast er fram líða stundir. Umsækjendur um starf tilraunamúsa sendi póst á lk@kopleik.is merkt Leikverksmiðja dr....

Leiklistarnámskeið fyrir nýliða

Undanfarin ár hefur leikfélagið boðið upp á nýliðanámskeið. Að þessu sinni viljum við kanna hvort eftirspurn er eftir slíku og bjóðum upp á forskráningu í þeim tilgangi. Ef af verður mun námskeiðið verða 6 skipti alls í þrjá klst. í senn. Áhugasamir sem hafa áhuga á að mæta á slíikt námskeið senda póst á...

Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga

Líkt og undanfarin ár stendur Leikfélag Kópavogs fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir börn og unglinga. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára (6. og 7. bekk) og hinsvegar fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára (8. bekk og eldri). Þau hefjast 8. sept. og standa til loka nóvember. Námskeið verða vikulega á þriðjudögum kl. 16.00-17.00 fyrir yngri hóp en kl. 17.15-19.15 hjá eldri hópi. Námskeiðin munu standa í 11 vikur til og með 17. nóvember. Í lok námskeiðs mun eldri hópur æfa upp og sýna stutt frumsamið leikrit og er gert ráð fyrir um tveggja vikna vinnu eftir námskeiðið í það. Lesa nánar: Leiklistarnámskeið fyrir börn og...

Leiklistarnámskeið í apríl

Leikfélag Kópavogs stendur fyrir leiklistarnámskeiði í apríl. Námskeiðið er aðallega ætlað félögum með minni reynslu sem hafa áður sótt námskeið hjá félaginu og/eða tekið þátt í styttri uppsetningum. Ekki er þó loku skotið fyrir að aðrir komist að en núverandi félagar ganga þó fyrir. Leiðbeinandi er Hörður Sigurðarson sem haldið hefur nokkur byrjendanámskeið hjá félaginu á undanförnum árum og er þetta námskeið öðrum þræði hugsað sem framhald á þeim. Námskeiðið verður í 6 skipti og tekur hver tími um 3 klst. Nánari tímasetningar auglýstar síðar. Aðgangur er ókeypis fyrir núverandi félaga en námskeiðsgjald er annars 7.500 kr. Áhugasamir sendi póst á...

Leiklistarnámskeið fyrir byrjendur

Mánudaginn 14. mars hefst leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Leiðbeinandi er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár. Námskeiðið verður í sex skipti alls, þrjár klst. í senn. Aldurstakmark er 21 árs og námskeiðsgjald er 8.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr. Lesa nánar: Leiklistarnámskeið fyrir...

Námskeið í leikhúslýsingu

Halaleikhópurinn stendur fyrir námskeiði í leikhúslýsingu helgina 25. og 26. okt. nk. Kl. 10.00 - 15 eða 16 báða dagana. Benedikt Axelsson ljósameistari stýrir námskeiðinu sem er öllum opið. Námskeiðið hentar öllum sem vilja kynna sér betur hvernig ljós, lýsing og önnur leikhústækni virkar. Leikstjórar, tæknimenn, stjórnir leikfélaga og leikarinn sjálfur geta lært heilmikið sér til gagns ekki síður en þeir sem vilja vera ljósamenn. Markmiðið er að búa til "ljósahóp" fólks sem getur unnið saman, hjálpað til við ýmis tæknistörf og helst af öllu, hannað lýsingu saman eða til skiptis, en ekki síður að veita sem flestum þáttakendum leikfélaga innsýn í lýsinguna, hvernig hún getur hjálpað leikritinu og gefið góða hugmynd um fjárfestingar í tæknimálum! Lesa nánar: Námskeið í...

Námskeið í leikhúslýsingu

Halaleikhópurinn stendur fyrir námskeiði í leikhúslýsingu helgina 25. og 26. okt. nk. Kl. 10.00 - 15 eða 16 báða dagana. Benedikt Axelsson ljósameistari stýrir námskeiðinu sem er öllum opið. Námskeiðið hentar öllum sem vilja kynna sér betur hvernig ljós, lýsing og önnur leikhústækni virkar. Leikstjórar, tæknimenn, stjórnir leikfélaga og leikarinn sjálfur geta lært heilmikið sér til gagns ekki síður en þeir sem vilja vera ljósamenn. Markmiðið er að búa til "ljósahóp" fólks sem getur unnið saman, hjálpað til við ýmis tæknistörf og helst af öllu, hannað lýsingu saman eða til skiptis, en ekki síður að veita sem flestum þáttakendum leikfélaga innsýn í lýsinguna, hvernig hún getur hjálpað leikritinu og gefið góða hugmynd um fjárfestingar í tæknimálum! Lesa nánar: Námskeið í...

Leiklistarnámskeið fyrir 11-12 og 13-16 ára

Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga hefjast 10. sept. og standa til loka nóvember. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára og hinsvegar fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Námskeið verða vikulega á miðvikudögum kl. 16.00-17.00 fyrir yngri hóp en kl. 17.15-19.15 hjá eldri hópi 17.15. Námskeiðin standa í 10 vikur til til og með 12. nóvember. Í lok námskeiðs mun eldri hópur æfa upp og sýna stutt frumsamið leikrit og er gert ráð fyrir um tveggja vikna vinnu eftir námskeiðið í það. Lesa nánar: Leiklistarnámskeið fyrir 11-12 og 13-16...

Viltu læra leiklist eða leikritun?

Nokkur pláss hafa losnað á tveimur námskeiðum í sumar í Leiklistarskóla BÍL. Annarsvegar er það á Leiklist I sem Ágústa Skúladóttir kennir og hinsvegar Leikritun II sem er í umsjá Karls Ágústs Úlfssonar. Nánar má fræðast um námskeiðin og skólann...