Leiksýningin Rúi og Stúi sem frumsýnd var síðastliðið vor verður tekin upp að nýju nú um helgina. Áætlaðar eru níu sýningar fyrsta kastið. Nýmæli er að kynning og sala sýningarinnar er í samstarfi við Kópavogsdeild Rauða krossins. Þriðjungur af miðaverði mun renna til Barna- og ungmennastarfs Rauða krossins. Á móti mun Kópavogsdeildin nýta tengsla- og sjálboðaliðanet sitt til að kynna sýninguna.

Rúi og Stúi fjallar um sérkennilega uppfinningamenn sem hafa fundið upp vél sem getur búið til eða
lagað hvað sem er.

Lesa nánar: Rúi og Stúi mættir á nýjan leik