Í tilefni 50 ára afmælis leikfélagsins mun Leikfélag Kópavogs standa fyrir samkeppni um nýtt merki félagsins. Í verðlaun fyrir besta merkið fær viðkomandi 15.000 krónur og frítt á allar sýningar félagsins á áfmælisárinu. Stjórn leikfélagsins mun tilkynna úrslit úr samkeppninni þann 30. desember næstkomandi.