Leikfélag Kópavogs efnir til samlesturs á barnaleikriti þriðjudaginn 26. janúar kl. 20.00 í Leikhúsinu að Funalind 2. Leikstjóri verður Gunnar Björn Guðmundsson og ætlunin er að frumsýna á vordögum. Nýir jafnt sem gamlir félagar eru hvattir til að mæta.
Vegna samkomutakmarkana er óskað eftir því að fólk tilkynni um mætingu í netfangið lk@kopleik.is.