Rúi og Stúi sem dvalið hafa í Leikhúsinu síðan síðastliðið vor ætla nú að kveðja. Síðasta sýning á þessu bráðskemmtilega barnaleikriti verður sem sé næstkomandi sunnudag 22. nóvember kl. 14.00.

Rúi og Stúi fjallar um sérkennilega uppfinningamenn sem hafa fundið upp vél sem getur búið til eða lagað hvað sem er. Bæjarbúar eru afar ánægðir með vélina eins og gefur að skilja en blikur eru á lofti þegar vélin bilar og bæjarstjórinn hverfur. Samtímis fer skuggalegur karakter á kreik í bænum og undarlegustu hlutir fara að hverfa úr fórum bæjarbúa.

Þrijungur af innkomu fer til styrktar barna- og umgmennastarfi Kópavogsdeildar Rauða krossins.

Lesa nánar: Síðasta sýning á Rúa og Stúa