Síðustu sýningar á Þremur systrum

Síðustu sýningar á Þremur systrum eftir Anton Tsjekhov í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar verða nú um helgina. Sýningin sem var frumsýnd 31. janúar síðastliðinn hefur fengið mikið lof enda afar metnaðarfull uppsetning á þessu klassíska verki. Lárus Vilhjálmsson sagði m.a. í gagnrýni sinni: „… frábært afrek og gott dæmi um vel heppnað samstarf atvinnufólks og áhugafólks í sviðslistum. Þrjár Systur er sko ekki leiðinlegt. Það er fyndið, skemmtilegt og betra drama en þú sérð nokkurn tíma í sjónvarpinu og ég hvet alla til að fara á þessa æðislegu sýningu sem ég gef hiklaust fjórar stjörnur.“

Miðasala er á midasala@kopleik.is en einnig er hægt að kaupa miða á https://www.midakaup.is/kopleik/thrjar-systur.

0 Slökkt á athugasemdum við Síðustu sýningar á Þremur systrum 826 25 febrúar, 2014 Fréttir febrúar 25, 2014

Stiklur úr sýningum