Enn eitt leikárið er að baki. Það hófst fyrr en venjulega þar sem sýningin Umbúðalaust var valin til að vera opnunarsýningin á NEATA leiklistarhátíðinni á Akureyri í ágúst á síðasta ári. Ekki aðeins var það heiður fyrir okkur að opna hátíðina heldur vorum við ekki síður stolt af því að vera fyrsta opinbera sýningin í hinu nýja og stórglæsilega menningarsetri Norðlendinga, Ho . Sýningunni fyrir norðan var áka ega vel tekið og okkar fólk var til sóma á allan hátt, á sviði sem utan þess. Gagnrýnendur luku lofsorði á Umbúðalaust og mál manna að sýningin hefði sómt sér vel sem opnunarsýning hátíðarinnar.
Unglingadeildin okkar hóf störf í september undir stjórn Grímu Kristjánsdóttur. Eftir stutt og snarpt nám- skeið þar sem farið var í grunnatriði hópvinnu í leikhúsi hóf fríður hópur 6 unglinga, æ ngar á nýju frumsömdu verki. Það hlaut nafnið Beðið eftir græna kallinum og var þemað græðgi og undirferli. Það verður að segjast að leikstjóra og hóp tókst einstaklega vel upp og áhorfendur sáu áhrifamikla og skýra sögu með einföldum og sterkum boðskap sem krydduð var dágóðum skammti af húmor. Unglingarnir lögðu einnig land undir fót og fóru í leikferð austur á Sólheima í jólamánuðinum og sýndu eina sýningu þar. Var þeim vel tekið af íbúum og gestum staðarins. Stjórn hefur þegar átt viðræður við Grímu um framhald á star hennar með Unglingadeild og er allar líkur á að hún taki til óspilltra unglinganna þegar kemur fram á haust.
Stóra verkefni leikársins var farsinn Bót og betrun eftir Michael Cooney. Var þar um að ræða Íslandsfrum- sýningu á farsanum sem var þýddur fyrir uppsetninguna af Herði Sigurðarsyni sem einnig sá um leikstjórn. Tíu manna leikhópur hóf æ ngar um miðjan janúar og frumsýnt var 11. mars. Sýningunni var afar vel tekið af áhorfendum og aðsókn mjög góð fyrstu átta sýningarnar. Því miður þurfti að gera hlé á sýningum í lok mars þar sem Leikfélag Nemendafélags MK fékk húsið þá til umráða. Það verður að segjast að tímasetningin var okkur mjög óhagstæð. Mjög góður gangur var kominn í miðasölu og sýningin hafði greinilega spurst vel út. Þrjár au- kasýningar voru í byrjun maí þegar við fengum húsið aftur til umráða en ekki reyndist unnt að sýna oftar vegna tímaleysis ýmissa þáttakenda enda hafði leikhópurinn þá verið að í langan tíma. Leikmynd Bót og betrun sem var nokkuð viðamikil og lýsing var í umsjá félaga okkar í öllistahópnum Norðanbáli og skiluðu þeir góðu verki. Leikhópurinn sá um búninga og leikmuni og ýmsir aðrir félagsmenn lögðu einnig hönd á plóginn.
Það er ljóst að félagið varð af allnokkrum tekjum vegna komu MK-inga í leikhúsið þó ekki væri við þá að sakast í þeim efnum. Þá varð vera skólans í húsinu einnig til þess að Kvikmyndaskóli Íslands sem hefur verið reglule- gur leigjandi í húsinu varð að leita annað með vorverkefni sitt og urðum við þar einnig af húsaleigutekjum. Hinsvegar verður að geta þess að mikil umbreyting varð á veru Menntskælinga í húsinu. Eftir er ðar samvistir og slæma umgengni undanfarin ár brá svo við að þeir voru til fyrirmyndar í umgengni og samneyti. Það má að mestu ef ekki öllu leyti rekja til þess að í fyrsta sinn var skipaður fulltrúi frá skólanum sem sýndi mikið og gott aðhald og var í góðum samskiptum við okkur. Stjórn hefur nú ritað bréf sem ætlunin er að senda til y rmanna skólans þar sem þakkað er fyrir samstar ð og ánægju lýst með þau umskipti sem orðið hafa.

Eins og áður sagði þurfti Kvikmyndaskólinn að leita annað með vorverkefni sitt en þau höfðu húsið hinsvegar á leigu í desember eins og undanfarin ár. Samstarf við skólann er með miklum ágætum og vonandi að fram- hald verði á því. Af öðrum verkefnum má nefna að um áramót var haldið hið árlega Stjörnuljósakvöld þar sem félagar komu saman og skemmtu sér og hver öðrum með ýmsu móti. Þá sýna nokkrir félagar nú stutta dagskrá örleikrita i tengslum við aðalfund.
Götuleikhúsið sem er á vegum Vinnuskóla Kópavogs hafði aðstöðu í húsinu á tímabilinu júní- júlí ár á síðast ári eins og kveðið er á um samkvæmt samningi félagsins við bæinn. Samstar ð við Götuleikhúsið hefur gengið vel enda hafa báðir aðilar lagt sig fram um að allt gangi vel fyrir sig.
Enn standa y r framkvæmdir í leikhúsinu og hefur það hægt og bítandi verið að taka á sig endanlegt útlit. M.a. er búið að koma hitaker hússins í betra lag, salerni fyrir fatlaða hefur verið tekið í notkun og ræstikompa og geymsla fyrir verkfæri og ýmsan búnað tekin í gagnið. Tækjabúnaður hefur verið e dur og við erum nú betur í stakk búin til að taka á móti utanaðkomandi hópum sem vilja nýta húsið til sýninga. Sitthvað er ógert enn en við getum loks kinnroðalaust boðið fram húsið sem fullbúið hús til leiksýninga og annarra uppákoma.
Stóra áskorun okkar á komandi misserum er að stækka kjarnann í félaginu og tryggja æskilega nýliðun. Það sem helst stendur okkur fyrir þrifum er mannfæð og stjórn hefur þegar rætt leiðir til að bæta úr því. Við horfum björtum augum fram á veginn nú þegar við leggjumst í okkar sumardvala og hlökkum til spennandi nýrra verkefna á næsta leikári.
Fyrir hönd stjórnar Leikfélags Kópavogs Hörður Sigurðarson