Eins og aðrir landsmenn hafa liðsmenn leikfélagsins legið á meltunni undanfarna daga en nú er starfið að fara í fullan gang að nýju. Stjörnuljósakvöldið verður 5. janúar og þar hefst flutningur leikdagskrár, sem samanstendur af fjórum leikþáttum. Verður hún sýnd eitthvað áfram. Örn Alexandersson og hans lið er að hefja æfingar á Guttavísum og enn er hægt að bætast í hópinn. Þá er í ráði að Hörður Sigurðarson fari af stað með leiklistarnámskeið fyrir byrjendur eða reynslulitla þegar lengra kemur fram í mánuðinn.