Leikfélagið efnir til stjörnuljósahátíðar milli jóla og nýárs. Herlegheitin hefjast kl. 20 þriðjudaginn 29. desember í Leikhúsinu. Þá opnum við húsið og skömmu síðar, um kl. 21, hefjast einstæð skemmtiatriði. Meðal þess sem í boði verður er jólabingó, leikþættir, keppni í leikspuna og söngnúmer. Léttar veitingar í fljótandi formi verða seldar við vægu verði og yfir, undir og allt um kring verður betri selskapur en aðrir geta boðið.

Hér er tækifærið til að sýna sig og sjá aðra og efla andann svo um munar. Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn (þ.e. þá sem greitt hafa félagsgjöld) en gestir greiða 500 kr. Við biðjum gesti að staðfesta komu sína með því að senda póst á midasala@kopleik.is og/eða skrá sig á facebook-síðu hátíðarinnar sem sett verður upp á næstu dögum. Og muna eftir ærlegu hátíðarskapinu.