Stjörnuljósakvöld 2014

Samkvæmt venju heldur Leikfélagið upp á afmæli sitt sem er 5. janúar, með Stjörnuljósakvöldi fyrstu helgi á nýju ári. Að þessi sinni fagna félagsmenn saman laugardaginn 4. janúar. Meðal þess sem boðið verður upp á er leikþáttur sem nokkur leynd hvílir yfir og einnig mun Leikhúsbandið stíga á svið og fremja tónlist svo eitthvað sé talið. Að lokinni formlegri dagskrá blanda félagsmenn geði og stilla saman strengi fyrir komandi ár. Húsið opnar kl. 19.31 og formleg dagskrá hefst kl. 20.29.

Leikfélag Kópavogs þakkar fyrir árið sem er að líða og og óskar félagsmönnum, vinum og velunnurum velfarnaðar á nýju ári og þakkar fyrir gamalt og gott.

0 Slökkt á athugasemdum við Stjörnuljósakvöld 2014 502 29 desember, 2013 Fréttir desember 29, 2013

Stiklur úr sýningum