Leikfélag Kópavogs heldur árlegt Stjörnuljósakvöld í Leikhúsinu Funalind lau. 7. janúar. Félagsmenn, vinir og velunnarar velkomnir. Húsið opnar kl. 19.30.

Þessi árlegi viðburður markar afmæli félagsins sem er 5. janúar en í ár er félagið 76 ára. Stjörnuljósakvöld hefur fallið niður vegna Covvid tvvö ár í röð og sannarlega kominn tími til að bæta úr því. 

Dagskrá er óformleg og er gestum velkomið að troða upp með atriði en annars er áherslan á samveru, ást og gleði. 

Mætum og gleðjumst saman á nýju ári!