Að venju heldur Leikfélag Kópavogs sitt árlega Stjörnuljósakvöld fyrsta laugardag á nýju ári. Þar munu leikfélagar, vinir og vandamnenn halda upp á afmæli félagsins (sem er reyndar 5. janúar) og fagna saman nýju ári.
Leikdagskráin Á sama bekk verður flutt en hún samanstendur af leikþáttunum Komið og farið, Um það sem skiptir máli og Á sama bekk. Einnig troða upp No name dúettinn og að sjálfsögðu mun Leikhúsbandið láta stjörnuljós sitt skína. Gleðin verður haldin í Leikhúsinu Funalind 2 og húsið opnar kl. 19.00. Eitthvað af veitingum verður selt á staðnum en einnig má taka með nesti.