Hin árlega innanfélagsskemmtun Leikfélags Kópavogs, Stjörnuljósakvöld verður haldin á afmælisdegi félagsins, laugardaginn 5. janúar kl. 19.00. Að þessu sinni verður dagskráin sérlega viðamikil því 4 leikþættir verða forsýndir, þar af tveir frumsýndir á Íslandi. Auk þess verður tónlist framin á staðnum en annars er gert ráð fyrir að maður verði manns gaman fram eftir kvöldi.

Ókeypis er fyrir skuldlausa félagsmenn en gestir þeirra greiða 500 kr. Eitthvað verður af föstum veitingum en einnig verður hægt að kaupa gos, kaffi og bjór við vægu verði. Aldurstakmark er 16 ár. Nauðsynlegt er að panta miða á viðburðinn með því að senda póst á midasala@kopleik.is.

Lesa nánar: Stjörnuljósakvöld 5. janúar