Leikhúsið okkar var vígt á laugardaginn var þegar Skugga-Sveinn var frumsýndur við góðar undirtektir áhorfenda. Sérlega ánægjulegt var að nokkrir stofnfélagar Leikfélagsins voru viðstaddir sýninguna og má sjá þá hér á myndinni til hliðar. Þetta er fólkið sem fyrir rúmri hálfri öld stofnaði leikfélag af bjartsýni og dug í litlu bæjarfélagi.

Ekki var annað að sjá og heyra en að stofnfélagarnir væru ánægðir með sýninguna, nýtt húsnæði félagsins og framtíð þess.