Stuttvarpsleikhús af stokkunum

Leikfélag Kópavogs hefur, eins og áður hefur komið fram, ákveðið að koma á fót stuttvarpsleikhúsi á vef félagsins. Tilgangur Stuttvarpsleikhús Leikfélags Kópavogs er að flytja stutt leikrit eftir höfunda innan Leikfélags Kópavogs. Leikritin mega ekki vera lengri en 10 mínútur í fluttningi. Örn Alexandersson hefur veg og vanda af framtakinu og nú hefur hann boðað til samlestrar og spjalls miðvikudag 19. feb. kl. 20.00 í Leikhúsinu að Funalind 2. Áhugasamir mæti þangað eða hafi beint samband við Örn hér.

0 Slökkt á athugasemdum við Stuttvarpsleikhús af stokkunum 578 18 febrúar, 2014 Fréttir febrúar 18, 2014

Stiklur úr sýningum