Leikfélag Kópavogs hefur ákveðið að koma á fót stuttvarpsleikhúsi á vef félagsins. Tilgangur Stuttvarpsleikhús Leikfélags Kópavogs er að flytja stutt leikrit eftir höfunda innan Leikfélags Kópavogs. Leikritin mega ekki vera lengri en 10 mínútur í fluttningi.
Boðað er til fyrsta samlestrar í stuttvarpleikhúsinu þann 16. febrúar kl. 10 en þá verður lesið leikritið Þrettándakvöld eftir William Shakespeare. Umsjón með stuttvarpsleikhúsinu hefur Örn Alexandersson og geta áhugasamir sent honum tölvupóst.

Lesa nánar: Stuttvarpsleikhús