Fyrsta stuttverkahátíðin sem haldin er undir merkjum NEATA, Norður evrópska áhugaleikhúsráðsins verður haldin í Leikhúsinu að Funalind 2 í Kópavogi laugardaginn 4. október. Að þessu sinni koma leikþættir frá Færeyjum og Íslandi og áheyrnarfulltrúar koma frá Danmörku. Leikfélag Kópavogs hljóp undir bagga með skömmum fyrirvara þegar ekki reyndist unnt að halda hátíðina í Mosfellsbæ.

Hátíðin hefst kl. 13.00 og endar á sameiginlegum hátíðarkvöldverði í Hlégarði í Mosfellsbæ. Á hátíðinni verða sýnd 16 stuttverk frá 3 upp í 15 mín. að lengd. Þegar sýningum lýkur stjórnar Sigriður Lára Sigurjónsdóttir gagnrýni og umræðum. Hátíðin er ókeypis og öllum opin en panta þarf miða fyrirfram. Nánari upplýsingar má fá á Leiklistarvefnum.