Sýningum á Rúa og Stúa hefur verið frestað í a.m.k. 3 vikur vegna nýrra samkomutakmarkana sem settar hafa verið á. Miðar á sýningar sem felldar verða niður, munu gilda á sýningu að eigin vali þegar takmörkunum verður aflétt. Ekki er hægt að segja til um hvenær það verður á þessum tímapunkti en fólk er beðið að fylgjast með hér á vefnum eða á Facebook-síðu Leikfélags Kópavogs.

Ef óskað er eftir endurgreiðslu á miðum er viðkomandi bent á að senda póst á lk@kopleik.is.