Smygl, sundurlimuð lík og ólöglegir innflytjendur var ekki beint það sem Tom og Linda sáu fyrir sér, nú þegar von er á konunni frá ættleiðingarstofunni til að taka út aðstæður á heimilinu. Leikfélag Kópavogs frumsýnir tryllingsfarsann Tom, Dick og Harry eftir feðgana Ray og Michael Cooney í þýðingu Harðar Sigurðarsonar. 

Tom og Linda gera sér vonir um að ættleiða barn og eiga von á konu frá ættleiðingarstofunni til að taka út aðstæður. Þau vilja auðvitað sýna frú Potter sitt allra besta en yngri bræðrum Tom, þeim Dick og Harry, tekst rækilega að klúðra fyrir þeim málum. Tóbakssmygl, ólöglegir innflytjendur og sundurlimuð lík koma við sögu í þessum tryllingsfarsa sem kitlar hláturtaugarnar svo um munar. 

Leikstjórn: Hörður Sigurðarson
Leikmynd og búningar: María Björt Ármannsdóttir
Smíði leikmyndar: Helgi Björn
Lýsing: Skúli Rúnar Hilmarsson
Hljóð: Hörður Sigurðarson

Persónur og leikendur: 
Linda: Guðlaug Björk Eiríksdóttir
Tom: Halldór Sveinsson
Dick: Ingvar Örn Arngeirsson
Harry: Benjamín Fannar Árnason
Downs lögregluþjónn: Arnfinnur Daníelsson
Katerina: Selma Rán Lima
Andreas: Stefán Bjarnarson
Frú Potter: Björg Brimrún Sigurðardóttir
Boris: Barry Ward

Tæknikeyrsla: Barry Ward
Sýningarstjórar og sérlegir aðstoðarmenn á æfingum:
Sigrún Tryggvadóttir
Þórdís Sigurgeirsdóttir

Aðstoð við leikmynd, búninga og props:
Arnfinnur Daníelsson
Halldóra Harðardóttir
Sunneva Lind Ólafsdóttir
Una Dóra Þorbjörnsdóttir
Valdimar Lárus Júlíusson
Vilborg Valgarðsdóttir
Þórdís Sigurgeirsdóttir

Leikskrá og kynningarefni: Einar Þór Samúelsson

Sýnt er í Leikhúsinu að Funalind 2 og sýningar hefjast kl. 20.00.
www.kopleik.ismidasala@kopleik.is.

Yfirlit sýninga og miðasala.

Um höfundana:
Ray Cooney hefur verið ókrýndur konungur farsaleikskáldanna undanfarna 2 áratugi eða svo. Hann hefur skrifað heimsþekkta farsa á borð við Með vífið í lúkunum, Beint í æð, Úti að aka og mörg fleiri. Michael sonur hans starfar sem handritshöfundur í Hollywood en hann skrifaði m.a. farsann Bót og betrun sem LK setti upp fyrir átta árum síðan. Þeir feðgar tóku höndum saman og skrifuðu Tom, Dick og Harry en leikritið hefur verið flutt víða um heim síðan það var frumsýnt árið 2006.